Íslandsmót félagsliða fór fram á Bullsey helgina 18-19 nóv 2023.
Pílukastfélag Kópavogs sendi til keppnis karla lið. Lið A og lið B. Fjórir voru í hvoru liði. Lið A var skipað af Ásgrímur Harðarson, Barði Halldórsson, Hraunar Karl Guðmundsson og Sævar Þór Sævarsson.
B – liðið var skipað efnilegustu unglingu leikmönnum landsins. Í því liði voru Ísak Eldur Gunnarsson, Kári Vagn Birkisson, Marel Haukur Jónsson og Óðinn Logi Gunnarsson.
Spilað var í tvímenningi, einmenningi og liðakeppni í 501 beint inn og tvöfaldur út.
Hér kemur samantekt yfir gengi PKK og leikmanna í keppninni.
Byrjað var að keppa í tvímenningi kl 10:00 á laugardaginum 18. nóv. Spilað var í fjögra manna riðlum og komust aðeins tvö lið úr þeim í 16 mannaútslit.
Hraunar Karl og Sævar Þór fengu erfiðann riðil. Þeir spiluðu gegn Magnúsi Skarphéðinsyni og Hallgrími S Guðmundsyni frá PR og töpuðu 4-3 í hörku leik. Þar sem Hraunar og Sævar komust í 3-1 en töpuðu svo næstu þremur leggjum í röð og þá leiknum.
Svo spiluðu þeir við Siggi Tomm og Gunna Hó frá PFA og töðuðu gegn þeim 4-1. Þeir áttu smá möguleika þar, en þurftu að spila örlítið betur til að vinna fleiri leggi.
Síðasti leikurinn var gegn Lukasz Knapik og Magnúsi Má Guðmudsyni frá PFH. Þeir töpuðu þeim leik 4-0 og sáu varla til sólar í þeim leik.
Þeir urðu þá í þriðja sæti í riðlinum og komust ekki í 16 mannaúrslit og enduðu í sæti 17-32 og fengu 2 stig fyrir félagið.
Ásgrímur Harðarson og Barði Halldórsson gerðu gott mót. Þeir spiluð í jöfnum riðli og spiluðu fyrst við Pétur Rúðrik Guðmundsson og Morten Sziedowicz frá PG. Þeir töpuðu þeim leik 0-4
Næst spiluðu þeir við Óskar Jónasson og Davíð Örn Oddsson frá PÞ. Þeir töpuð gegn þeim 3-4 í hörku leik.
Síðast leikurinn í riðlinum var gegn Hallgrími Einari Hannessyni og Kjarani Sveinssyni. Það var líka hörku leikur en að lokum unnu þeir þá 4-2 og fengu auka 1 stig
Þeir urðu í 2. sæti í riðlinum og komust þá í 16 manna úrslit.
Þar mættu þeir Kristjáni Sigurðssyni og Kamil Mocek frá PFR og unni þeir þá í hörku leik 4-3. Þess má geta að þeir spiluð á 67,69 avg í þeim leik.
Í 8. mannúrslitum mættu þeir Guðmundi Val Sigurðsyni og Guðjóni Sigurðssyni. Það var líka hörku leikur en þeir töpuðu honum 3-4. Þeir voru frekar langt frá sínu best í þeim leik.
Þeir urðu í 5-8 sæti og fengu 12 stig fyrir það plús 1 stig í riðlum. Samtals fengu þeir 13 stig fyrir félagið.
Marel Haukur Jónsson og Óðinn Logi Gunnarsson mættu mjög góðum spilurum.
Þeir mættu Kristjáni Sigurðarsyni og Kamil Mocek frá PFR. Þeir töpuðu 1-4 þeim leik.
Svo spiluð þeir við Guðjón Magnason og Magnús Friðriksson frá PFA. Þeir unnu þá 4-3 í hörku leik og fengu auka 1 stig
Síðasti leikurinn var við Arngrím Anton Ólafsson og Sigurð H Jónsson frá PFR og var það jafn leikur. Þeir voru óheppnir að ná honum ekki í odda. Endaði leikurinn í tapi 2-4
Þeir urðu í 3 sæti í riðlinum. Vel gert strákar. Þeir enduðu í 17-32 sæti og fengu 2 stig fyrir það og 1 stig fyrir sigurleik í riðlinum. Þá fengu þeir samtals 3 stig fyrir félagið.
Ísak Eldur Gunnarsson og Kári Vagn Birkirsson spiluðu í riðli F.
Fyrsti leikur var gegn Eiríki Má Reynissyni og Ástþóri Erni Hrafnsyni frá PFH. Komumst þeir yfir 1-0 og 2-1 en óheppnir að jafna ekki 3-3 og fá odda legg. En þeir töpuðu 2-4 í hörku leik.
Næsti leikur var gefn Friðriki Gunnarsyni og Andar Geir Viðarsyni frá PÞ. Þeir voru ekki vandræðum með þá og unnu þá létt 4-1 og fengu auka 1 stig fyrir.
Síðasti leikurinn þeirra var gegn Friðriki Jakobsyni og Jóhanni Sv Þorsteinsyni frá PR. Töpuð þeir þeim leiki 2-4, en þeir áttu mjög góðann möguleika að vinna þann leik og komast upp úr riðlinum.
Þeir fengu 1. stig fyrir félagið.
Einmenningur byrjaði að spilast um 16:00 á laugardeginum 18. nóv og káraðist hann um 12:00 á sunnudeginum 19. nóv. Misjafnt gengi var á okkar mönnum.
64 manna úrslit í tvímenning á íslandsmóti félagsliða
Ási Harðar mætti Sigga Tomm frá PFA í 64 mannúrslitum og tapaði 2-4. Hann fékk 0 stig fyrir félagið.
Barði mætti Gunna Hó frá PFA í 64 mannúrslitum og tapaði 0-4. Hann fékk 0 stig fyrir félagið.
Hraunar Karl mætti Stefán Bjarka Ólafsson fra PFA í 64 mannúrslitum og tapaði 2-4. Hann fékk 0 stig fyrir félagið.
Ísak Eldur mætti Júlíusi Helga Bjarnasyni frá PKS í 64 mannaúrslitum og tapði 1-4. Hann fékk 0 stig fyrir félagið.
Óðinn Logi mætti Ingva Þór Óskarsson frá PKS í 64 mannúrslitum og vann Óðinn 4-2.
Marel Haukur Jónsson mætti Elvari Inga Hjartarson frá PKS í 64 mannúrslitum og vann Marel 4-2.
Sævar Þór mætti Baldvin Guðmundsyni frá PFA í 64 mannaúrslitum og vann Sævar 4-1.
Kári mætti Atla Víði Arason frá PKS í 64 mannúrslitum og vann Kári 4-2.
Óðinn Logi, Marel Haukur, Sævar Þór og Kári Vagn komust áfram í 32 mannaúrslit.
32 manna úrslit í tvímenning á Íslandsmóti félagsliða
Marel Haukur mætti Sverri Þór Guðmundsyni frá PFA. Marel tapaði leiknum 4-0. Marel Haukur varð í 17-32 sæti og fékk 3 stig fyrir félagið.
Óðinn Logi mætti Ólaf Th. Ólafsyni frá PFR. Óðinn tapði leiknum 4-0. Óðinn Logi varð í 17-32 sæti og fékk 3 stig fyrir félagið.
Kári Vagn mætti Piotr Kemisty frá PFR. Kári vann leikinn 4-2.
Sævar Þór mætti Sigurði Fannari Stefánsyni frá PÞ. Sævar vann leikinn 4-3 í hörku leik.
Kári Vagn og Sævar þór komust í 16 mannaúrslit.
16 manna úrslit í tvímenning á Íslandsmóti félagsliða
Kári Vagn mætti Alexander Veigar Þorvaldsson frá PG. Kári tapaði leiknum 2-4 í hörku leik. Kári varð í 9-16 sæti og fékk 6 stig fyrir félagið.
Sævar Þór mætti Kristjáni Sigurðsyni frá PFR. Sævar tapaði 0-4. Sævar varð í 9-16 sæti og fékk 6 stig fyrir félagið.
Comments