top of page

Nýárspóstur Pílufélags kópavogs




Takk fyrir árið og gleðilega nýtt ár.


Árið 2024 hefur verið mjög gott. Yfir 100 einstaklingar hafa skráð sig í félagið. Við höfum haft barna og unglingaæfingar allt árið, einnig vorum við með Barna og unglingmót Pingpong.is  í hverjum mánuði. Svo hafa verið Pingpong.is mótaraðir á hverjum fimmtudegi og hjá unglingum á föstudögum. Opin kvöld hafa verið og ekki má gleyma konukvöldum sem við byrjuðum á annan hvern mánudag í haust.


Þá má minnast á að við eignuðumst fyrstu tvo Íslandsmeistarana í U14 og U18 ára. Þá Kára Vagn og Harald Björgvin. Frábært hjá þeim og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Við áttum tvo landliðsmenn og einn í unglingalandsliðinu á árinu. Þá Halla B, Kristján Sig og Kára Vagni.


Uppbygging í aðstöðunni er á góðri leið. Í haust tókum við ákvörðun um að kaupa scoliakerfi home 2 inn í aðstöðuna. Byrjuðum á átta stykkjum og núna eigum við 11 stykki. Við keyptum ný spjöld og settum upp fyrir UMSK mótið, einnig keyptum við fleiri spjaldtölvur. Þetta er allt á réttri leið og vonumst við til að salurinn verði klár fljótlega á nýju árið með 13 pílustöðvum og allar með scolia og nýjum spjöldum.


Við þökkum styrktaraðilinum okkar: Pingpong.is, Böggur efh, Penslarinn, Bónus, Barbarinn og Bauhaus fyrir árið.


Við viljum minna félagsmenn að borga félagsgjaldið. Það er komið inn á abler en félagsgjaldið verður notað til þess að bæta píluaðstöðuna enn frekar.

Við hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.


Kær kveðja,

Stjórn PFK


0 comments

Comments

Couldn’t Load Comments
It looks like there was a technical problem. Try reconnecting or refreshing the page.

AUGLÝSING

bottom of page