
Fjórða umferð Pingpong.is mótaraðarinnar var spiluð fimmtudaginn 6. feb. Spilað var 501 best af 5 alla leið. 18 leikmenn mættu til leiks og skipt var í 4 riðla. Það voru margir frábærir leikir, nokkur 180 og nokkur útskot yfir 100. Eftir riðlana var var farið í útslátt og byrjað í 16 manna útslætti.
Leið Kára Vagns í úrslitaleikinn:
Kári er orðinn ansi seigur og vinnur alla í riðlinum. Hann vinnur Kristinn 3-0, Elís 3-2 í hörkuleik, Braga 3 - 0 og Bjössa 3-1. Í 16 manna úrslitum vinnur hann Elvar 3-0 og í 8 manna úrslitum vann Kári Kolbein 3-1 í hörkuleik. Í undanúrslitum fékk hann Atla Þór og fór sá leikur í odda, en Kári vann 3-2 í frábærum leik.
Leið Ása í úrslitaleikinn:
Ási spilaði vel og byrjaði að vinna Hjalta í riðlinum 3-0. Næst spilaði Ási gegn Elvari sem Ási vann 3-0. Þá var það úrslitaleikur í riðlinum og þá mættust Ási og Atli Þór og hefndi Atli fyrir sig frá síðustu viku en Ási átti ekki séns og tapaði 3-0. Ási lenti í öðru sæti í riðlinum.
Í 16 mannaúrslitum fékk Ási Braga Jóns og vann 3-1, svo fékk Ási hinn öfluga spilara Helga Frey. Helgi komst í 2-0, en þá hrökk Ási í gírinn og vann næstu þrjá leggi og leikinn 3-2. Í undanúrslitum gerðist það eins, þá var það Elís sem byrjaði að vinna fyrstu tvo en svo kveikti Ási á vélinni og vann 3-2.
Í úrslitaleik áttust þá við aftur aðra umferðina í röð, þeir Kári Vagn og Ási Harðar. Kári Vagn átti ekki í miklum vandræðum með Ása og vann 3-0. Til hamingju Kári Vagn.
Hér er hægt að smella á stigatöfluna til að sjá hana.
Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður fimmtudaginn 13. feb. Húsið opnar 19:00 og við byrjum að spila kl 19:30.
Kommentare