top of page

Kári Vagn vann sjöundu umferð Pingpong.is mótaraðarinnar






Sjöunda umferð Pingpong.is mótaraðarinnar var spiluð fimmtudaginn 6. mars. Spilað var 501 best af 5 alla leið. 13 leikmenn mættu til leiks og skipt var í tvo riðla. Það voru margir frábærir leikir og nokkur flott tilþrif. Eftir riðlana var var farið í útslátt og byrjað í 8 manna útslætti.







Í riðli eitt voru hörku leikmenn. Það fór svo að Helgi Freyr vann riðilinn. Mikil og jöfn barátta var um annað sætið og munaði aðeins einum legg, en að lokum tók Kári Vagn annað sætið. Þórir fékk þriðja og Barði í fjórða.





Í riðli tvö voru ungu 14-15 ára strákarnir sem tóku efstu þrjú sætin. En mikil barátta var í riðlinum og munaði aðeins prósentum á milli manna. Kolbeinn tók fyrsta sætið á prósentumun, Lárus Eysteins annað á leggjamun. Siggi T þriðja og þjálfarinn Sævar Þór það fjórða.










Í úrslitaleik áttust þá við þeir Kári Vagn og Þórir . Kári Vagn mætti einbeittur til leiks og vann hann 3-0. Til hamingju Kári Vagn.








Hér er hægt að smella á stigatöfluna til að sjá hana.


Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður fimmtudaginn 13. mars.

Húsið opnar 19:00 og við byrjum að spila kl 19:30.

 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page