
Níunda og næstsíðasta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar var spiluð fimmtudaginn 20. mars. Spilað var 501 best af 5 alla leið. 17 leikmenn mættu til leiks og skipt var í fjóra riðla. Það voru margir frábærir leikir og þó nokkuð mörg 180 tekin. Einnig há útskot og nokkrir leggir undir 17 pílum. Eftir riðlana var farið í útslátt og byrjað í 16 manna útslætti.
Kári Vagn vann sitt fjórða mót í þessari níundu umferð Pingpong.is mótaraðarinnar.
Hér sjáum við riðlana


Sævar vann alla sína leiki án þess að tapa legg. Sævar spilaði hrikalega vel.


Kári Vagn vann sinn riðil á leggja mun í frekar sterkum riðli. Hann tapaði aðeins einum leik gegn Ása.
Þór vann sinn riðil nokkuð þægilega.
Hinn 72 ára gamli Guðjón vann sinn riðil. Frábær árangur hjá Guðjóni.
Hér sjáum við úrslit út útsláttinum.

Kári fer frekar létt með sína leiki í útslættinum og vinnur sanngjarnt níundu umferðina.
Við þökkum öllum sem mættu, einnig okkar styrktaraðila Pingpong.is og hvetjum öll að til kíka þangað og kaupa sér píludót.
Hér er hægt að smella á stigatöfluna til að sjá hana.
Tíunda og síðasta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður fimmtudaginn 27. mars.
Húsið opnar 19:00 og við byrjum að spila kl 19:30
Comments