top of page

Kristján vann pílumót UMSK 2024




Pílumót UMSK var haldið föstudaginn 27. desember 2024. Tuttugu leikmenn mættu til leiks og var spilað 501 best af 5 alla leið. Spilað var í riðlum og svo útslætti.

Riðlarnir voru mjög jafnir og nokkrir óvæntir sigrar þar.


Í útslættinum voru lætin rétt að byrja.

Kristján Sigurðsson vinnur Helga Frey í 16 manna, tekur svo Sævar Þór í 8 manna og Kára Vagn í undanúrslitum.


Haraldur Björgvin Eysteinsson vinnur Guðjón Dan í 16 manna, tekur svo Atla Þór í 8 manna og Snæbjart í undanúrslitum.


Þannig að í úrslitum voru landsliðsleikmaðurinn Kristján Sigurðsson og Íslandsmeistari U18 Haraldur Björgvin Eysteinsson.


Leikurinn var frábær og mjög jafn. Haraldur fékk sénsinn að vinna oddalegginn á búllinu en kllikkaði og Kristján gaf honum ekki annan séns og tók út. Kristján vann 3-2 og er pílumeistari UMSK 2024.

Við óskum Kristjáni til hamingu með sigurinn.


Við viljum þakka öllum sem tóku þátt og sérstaklega ungu og efnilegu leikmönnunum okkar. Við mælum með að fólk fylgist með þessum ungu leikmönnum; Kára Vagni, Haraldi Björgvin, Atla Þór, Snæbjarti, Hjalta Stein og Sigurði Hermanni en þeir voru gera góða hluti á mótinu og verður fróðlegt að fylgjast með þeim á næstu árum.

0 comments

Comentarios


AUGLÝSING

bottom of page