top of page

5. umferð Pingpong.is mótaraðarinnar - spenna fyrir lokaumferðina

Spennan nær hámarki í Pingpong.is mótaröðinni – Úrslit úr 5. umferð

Fimmtudaginn 31. október fór fram 5. umferð Pingpong.is mótaraðarinnar hjá Pílufélagi Kópavogs í Digranesi. Níu leikmenn mættu til leiks og kepptu í einum stórum riðli, þar sem hver og einn spilaði átta leiki.


Jón Bjarmi, sem hafði tryggt sér sigur í síðustu tveimur umferðum, var í sterkri stöðu í stigakeppninni fyrir þetta kvöld. En Kristján Sig átti einstaklega gott kvöld og sigraði alla leiki sína, sem tryggði honum fyrsta sætið í umferðinni. Jón Bjarmi fylgdi honum fast á hæla og hafnaði í 2. sæti, Ási tryggði sér 3. sætið og Bragi tók 4. sætið.


Þessi úrslit hafa sett sviðið fyrir spennandi lokakvöld mótaraðarinnar, sem fer fram fimmtudaginn 7. nóvember. Nú er ljóst að aðeins Kristján Sig og Jón Bjarmi hafa möguleika á að vinna heildarkeppnina. Til að tryggja sér sigur þarf Kristján að sigra Jón Bjarma með minnst þremur stigum, til að mynda með því að vinna kvöldið. Til að snúa þessu við má Jón Bjarmi ekki leyfa Kristjáni að komast meira en tveimur stigum á undan sér á fimmtudaginn til að Jón Bjarmi hafi sigur í mótaröðinni en þó með undantekningum. Útreikningarnir eru dálítið flóknir því 4 bestu umferðir af 6 gilda og eitt kvöld dettur því að öllum líkindum út hjá Jóni Bjarma en Kristján fær öll sín kvöld metin til stiga.



Lokaumferðin hefst kl. 19:30 í Digranesi fimmtudaginn 7. nóvember. Mótið er opið öllum, óháð fyrri þátttöku, og við hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka þátt í úrslitakvöldinu. Eins er hér kjörið tækifæri fyrir leikmenn að spreyta sig gegn þeim bestu og reyna jafnvel að skáka þeim stigahæstu 🎯

0 comments

Comments


AUGLÝSING

bottom of page